Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Flug fór úr skorðum frá Keflavík vegna óveðurs
Vél frá Icelandair og fleiri félögum biðu í óveðrinum sem gekk yfir. VF-myndir/PállOrri.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 18:24

Flug fór úr skorðum frá Keflavík vegna óveðurs

Hávaðarok og rigning setti flugsamgöngur úr skorðum um tíma á Keflavíkurflugvelli í dag. Farþegar í 11 flugvélum þurftu að dúsa þar allt upp í fjórar klukkustundir á meðan veðrið gekk yfir. 

Var landgöngum lokað en á sjötta tímanum róuðust veðurguðirnir og hægt var að opna á nýjan leik. Ljóst er að röskun hefur orðið á ferðum margra farþega.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Farþegar biðu flestir þolinmóðir í flugstöðinni á meðan veðri slotaði.