Fréttir

Fleiri sveitarfélög komi að borðinu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 10:40

Fleiri sveitarfélög komi að borðinu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd

Fulltrúar dómsmálaráðuneytis funduðu á dögunum með velferðarráði Reykjanesbæjar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en Útlendingastofnun er með umfangsmikla starfsemi í Reykjanesbæ og þjónustusamning við Reykjanesbæ vegna hluta af sínum skjólstæðingum.

Í fundargerð velferðarráðs segir: „Velferðarráð þakkar fulltrúum dómsmálaráðuneytisins fyrir kynningu þeirra. Eins og áður hefur komið fram hafa Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær gert þjónustusamning við Útlendingastofnun en önnur sveitarfélög alfarið getað neitað aðkomu.

Public deli
Public deli

Velferðarráð minnir enn og aftur á mikilvægi þess að skýr stefna verði mótuð í málaflokknum og að fleiri sveitarfélög komi að borðinu. Huga þarf að stefnumótun á verklagi við móttöku með öðrum sveitarfélögum.

Fulltrúar Reykjanesbæjar eru tilbúnir að taka þátt í þeirri vinnu. Velferðarráð leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun varðandi málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd“.