Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Fjórum tonnum af makríl landað í Keflavík - Voru 5.226 tonn árið 2016
Makrílbátur í höfn með fullfermi árið 2018.
Þriðjudagur 18. ágúst 2020 kl. 10:07

Fjórum tonnum af makríl landað í Keflavík - Voru 5.226 tonn árið 2016

Undanfarin ár hefur makríll veiðst á handfæri í miklu mæli í höfnum og við strandlengju Reykjanesbæjar. Handfærabátar hafa skóflað makrílnum innbyrðis og stangveiðimenn sömu leiðis af bryggjunum. Þessu hefur fylgt mikið líf á hafnarsvæðinu, handfærabátarnir beðið í röðum eftir löndun og stangveiðimenn kastandi línu þvers og kruss í kringum þá.

En í ár bregður svo við að makrílinn lætur ekki sjá sig og þeir handfærabátar sem voru tilbúnir í slaginn eru komnir á aðrar veiðar í dag.

Public deli
Public deli

Samtals var landað á síðustu vikum fjórum tonnum af makríl í heildina í sjö löndunum í Keflavík.

„Öðruvísi mér áður brá en árið 2016 þegar mest var um makríl var landað 5.226 tonnum í 922 löndunum,“ segir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar í samtali við Víkurfréttir.

Á myndinni hér að neðan er yfirlit landaðs magn af markíl hjá Reykjaneshöfn sl. níu ár ásamt fjölda landana handfærabáta á makríl viðkomandi ár. Þar sést að frá toppárinu 2016 hefur línan legið jafnt og þétt niður á við.