Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Fjórar MAX-8 kyrrsettar á Keflavíkurflugvelli
Fimmtudagur 14. mars 2019 kl. 09:50

Fjórar MAX-8 kyrrsettar á Keflavíkurflugvelli

Fjórar Boeing 737 MAX-8 farþegaþotur Icelandair eru nú staðsettar á austursvæði Keflavíkurflugvallar þar sem þær hafa verið kyrrsettar. Bannað hefur verið að fljúga vélunum á meðan unnið er að rannsókn flugslyss sem tengist flugvélartegundinni.
 
Þoturnar fjórar eru TF-ICU Dyrhólaey, TF-ICE Jökulsárlón, TF-ICY Látrabjarg og sú nýjasta í flotanum, TF-ICO. Hún er með framleiðsluárið 2019 en hinar þrjár eru framleiddar árið 2018.
 
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti meðfylgjandi myndum af þotunum nú í morgun þar sem þeim hefur verið raðað upp á flughlöðum á austursvæði Keflavíkurflugvallar. 
 
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson 

 

TF-ICO er nýjasta 737 MAX-8 þotan í flota Icelandair með framleiðsluárið 2019, skv. loftfaraskrá.
Public deli
Public deli