Fréttir

Fávitar, hreindýr í Grindavík og tælenskur matur í blaði vikunnar
Þriðjudagur 17. nóvember 2020 kl. 19:03

Fávitar, hreindýr í Grindavík og tælenskur matur í blaði vikunnar

Við kynnum okkur grindvísk hreindýr sem njóta mikilla vinsælda í Víkurfréttum í þessari viku. Blaðið er orðið aðgengilegt á rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á morgun, miðvikudag.

Í blaðinu ræðum við einnig við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem er að gefa út bókina Fávita. Bókin er komin inn á nokkra metsölulista fyrir þessi jól.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá kíkjum við í á Thai Keflavík og ræðum við Magnús veitingamann sem m.a. opnaði nýverið Sushi-verksmiðju í Sandgerði.

Við heimsækjum Lagnaþjónustu Suðurnesja í blaðinu og segjum frá útflutningi hrossa frá Keflavíkurflugvelli.

Í blaðinu eru allar nýjustu fréttir frá Suðurnesjum. Sagðar eru nýjustu aflafréttir og greint frá því að Mustad Autoline er að opna söluskrifstofu fyrir Ísland í Mekka línuveiðiskipa í Grindavík.