Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Fagradalshraun skal það heita
Bæjarstjórn Grindavíkur lagði til hraunið beri heitið Fagradalshraun eftir að hafa fengið fjölmargar hugmyndir frá almenningi. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Mánudagur 26. júlí 2021 kl. 13:24

Fagradalshraun skal það heita

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur staðfest ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um að það hraun sem nú rennur við Fagradalsfjall verði nefnt Fagradalshraun.

Grindavíkurbær óskaði í lok mars eftir tillögum frá almenningi að heitum á ný náttúrufyrirbæri innan sveitarfélagsins. Alls bárust 339 hugmyndir að heiti á hraunið. Bæjarstjórn samþykkti örnefnið Fagradalshraun á fundi sínum þann 25. maí og vísaði örnefninu til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra með vísan til laga nr. 22/2015.

Forliðurinn vísar til Fagradalsfjalls sem dregur nafn sitt af dal, vestan í fjallinu. Fagradalsfjall var og er eitt þekktasta örnefnið í nágrenni hraunsins. Þá vísar forliðurinn einnig til Fagradalsfjallskerfisins sem hraunið rennur úr en það er eitt af nokkrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga.

Public deli
Public deli