Fréttir

Fagna uppbygging þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita
Sunnudagur 4. október 2020 kl. 07:15

Fagna uppbygging þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita

Bláa Lónið vinnur að uppbyggingu fyrir ferðamenn við Reykjanesvita. Verulega hefur skort á vandaða þjónustuaðstöðu á vestanverðu Reykjanesi. Bæjarráð Grindavíkur telur mjög mikilvægt að bæta þessa aðstöðu og fagnar framtaki Bláa lónsins og fleiri aðila við að styrkja Reykjanesið sem áfangastað með fyrirhugaðri uppbyggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar á svæðinu. Einnig er gert ráð fyrir kynningum á sögu, gönguleiðum og jarðfræði Reykjaness þar sem margir áhugaverðir staðir verða kynntir frekar, segir í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur frá fundi þess 22. september síðastliðinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024