Omnis
Omnis

Fréttir

Erfitt björgunarstarf þar sem hvalavaða strandaði í Garði
Myndir frá vettvangi í fjörunni neðan við Akurhús í Garði í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 01:06

Erfitt björgunarstarf þar sem hvalavaða strandaði í Garði

Nú standa yfir aðgerðir í fjörunni neðan við Akurhús í Garði þar sem um 60 grindhvalir syntu upp í fjöru í kvöld. Björgunarsveitarmenn reyna að halda þeim hvölum sem enn eru á lífi blautum og vonast til að koma þeim á haf út á næsta flóði.

Íbúar í Garði urðu varir við grindhvalavöðuna um kl. 20 í kvöld. Tugir hvala höfðu þá synt upp í fjöruna og börðust um í grunnum sjónum á um 100 metra kafla í förunni milli Akurhúsa og Útskála í Garði.

Nokkrir íbúar reyndu að koma dýrunum aftur á flot. Einhverjir hvalir syntu aftur til hafs en aðrir virtust ringlaðir og komu aftur í land.

Nokkur dýr virðast hafa synt af það miklu afli í land að þau voru komin langt upp í fjörugrjótið.

Þegar ljósmyndari Víkurfrétta kom á vettvang um kl. 20:30 voru flest dýrin á lífi en fljótlega fóru hvalirnir að drepast einn af öðrum. Það var erfitt fyrir fólk að horfa upp á hvalina taka síðustu andardrættina og síðasta hljóðið var þungt. Eftir það lágu dýrin hreyfingarlaus.

Björgunarsveitin Ægir kom fljótlega á vettvang með mannskap og báta. Það voru hins vegar átök að koma dýrunum út. Hvalirnir voru margir þungir og strandaðir í grunnum sjónum og það fjaraði fljótt undan þeim.

Viðbragðsaðilar á vettvangi lýstu verkefninu strax mjög erfðu og litlar vorir eru um að takist að bjarga dýrunum.

Í nótt átti að dæla sjó á þau dýr sem enn voru á lífi í þeirri von að tækist að koma þeim á flot á næsta flóði.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á vettvangi í gærkvöldi.

Myndskeið frá aðgerðum eru væntanleg á vef Víkurfrétta.

Grindhvalavaða strandar í Garði

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs