Fréttir

Enn skelfur í Grindavík - skjálfti upp á M3,1
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 19:02

Enn skelfur í Grindavík - skjálfti upp á M3,1

Enn verður jarðskjálfta vart við Grindavík. Skjálfti upp á M3,1 varð kl. 18:46 fimm km. VNV af Grindavík og annar upp á M2,6 varð tveimur mínútum síðar á sömu slóðum.

Íbúar í Grindavík urðu varir við stærri skjálftan. Töluvert hefur verið af smærri sjálftum við Grindavík en allir frekar vægir.

Yfir 1600 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni sem hefur staðið yfir frá því 20. janúar. Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum, en hægt hefur á landrisi þótt enn megi sjá gliðnun yfir svæðið.