Max 1
Max 1

Fréttir

Eldur í húsi við Hátún
Horft yfir brunavettvang og byggðina í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 25. september 2024 kl. 21:46

Eldur í húsi við Hátún

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna elds í íbúðarhúsnæði við Hátún í Keflavík.

Talsverðan reyk lagði frá bílskúr þegar að var komið. Slökkvilið sendi einn slökkvibíl og sjúkrabifreið á vettvang. Þá lokaði lögregla götunni á meðan slökkvistarf stóð yfir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans í kvöld. VF/Hilmar Bragi