Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldur í grilli á svölum þriðju hæðar í blokk í Ásbrú
Sem betur fer var enginn bruni, það logaði bara glatt í litlu grilli.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 26. nóvember 2024 kl. 18:54

Eldur í grilli á svölum þriðju hæðar í blokk í Ásbrú

„Miðað við tilkynninguna bjuggum við okkur undir það versta en sem betur fer var þetta ekki neitt, það var bara verið að grilla á svölunum, fólkið í íbúðinni kom af fjöllum. Svona gerist og allur er varinn góður, úr varð fín æfing fyrir okkur en frá því að tilkynningin barst þá liðu ekki nema örfáar mínútur þar til við vorum komnir á vettvang,“ segir Guðmundur Jónsson, varðstjóri Brunavarna Suðurnesja.

Það fylgir ekki sögunni hvort maturinn hafi verið of mikið eldaður.

Guðmundur Jónsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024