Fréttir

Ekki mannabein í Skógfellahrauni
Hluti beinanna sem fundust í hrauninu. Myndir frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Föstudagur 21. ágúst 2020 kl. 12:31

Ekki mannabein í Skógfellahrauni

Í vikunni barst lögreglu tilkynning um bein sem fundust í Skógfellahrauni. Lögregla óskaði eftir aðstoð frá Björgunarsveitinni Þorbirni við að komast að beinunum. Þurfti að notast við fjórhjól til þess að komast yfir úfið hraunið.

Skemmst er frá því að segja að bein voru fjarlægð af vettvangi og færð í hendur réttarmeinafræðings sem að svo staðfesti að ekki væri um mannabein að ræða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024