Fréttir

Ekki klár á umferðarreglum og varð valdur að árekstri
Fimmtudagur 10. september 2020 kl. 09:25

Ekki klár á umferðarreglum og varð valdur að árekstri

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Bifreið var ekið yfir stöðvunarskyldu í veg fyrir aðra bifreið og skullu þær saman. Farþegi annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðirnar voru óökufærar.

Árekstur varð einnig á hringtorgi við Fitjar. Þar var á ferðinni erlendur ökumaður sem var ekki klár á þeim reglum sem gilda um um akstur í hringtorgi sem aftur leiddi til óhappsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nokkrir ökumenn hafa verið teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur á undanförnum dögum og fáeinir kærðir fyrir of hraðan akstur.