Stfs
Stfs

Fréttir

Einstaklingar villtir í þoku
Sunnudagur 9. ágúst 2020 kl. 21:39

Einstaklingar villtir í þoku

Fyrir um klukkustund voru björgunarsveitir á Suðurnesjum kallaðar út vegna tveggja einstaklinga sem villtir voru í þoku á Reykjanesskaganum, nánar tiltekið í grennd við Trölladyngju og fjallið Keili. Símasamband var við fólkið og tókst því að komast að bíl sínum um hálfníuleytið eftir um 4 - 5 klst villu. Er einn hópur björgunarmanna með fólkinu en aðrir á heimleið en alls voru um 40 björgunarmenn við leit.