Optical studio
Optical studio

Fréttir

Eigendur kísilversins á Bakka vilja skoða kaup á verksmiðjunni í Helguvík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 13. janúar 2022 kl. 12:12

Eigendur kísilversins á Bakka vilja skoða kaup á verksmiðjunni í Helguvík

Meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík hefur áhuga á að kaupa kísilverksmiðjuna í Helguvík og hefur viljayfirlýsing um kaup verið undirrituð. Kjarninn.is greinir frá því og hefur eftir forráðamanni PCC á Bakka að tíminn verði að leiða í ljós hvort af kaupunum verði. 

Í matsskýrslu Stakksbergs kemur fram að fara verður í miklar endurbætur og lagfæringar á verksmiðjunni í Helguvík til að koma henni í gang aftur sem muni kosta milljarða.

Optical studio
Optical studio

Á vf.is var greint frá ummælum Guðbrandar Einarssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem og grein Hannesar Friðrikssonar, eins af fjölmörgum andstæðingum starfsemi kísilvers í Helguvík.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur bæst í hópinn og segir í samtali við Kjarnann að bæjarstjórn hafi ítrekað komið skoðunum sínum á framfæri við Arion banka varðandi rekstur verksmiðunnar í Helguvík. „Við höfum óskað form­lega eftir sam­starfi við bank­ann um að rífa verk­smiðj­una og hefja sam­starf um atvinnu­þróun í Helgu­vík. Því miður hefur það ekki gengið eft­ir,“ sagði Friðjón í viðtali við Kjarnann.

Guðbrandur Einarsson ítrekaði óánægju bæjarbúa og bæjarstjstórnar á Bylgjunni. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst,“ sagði Guðbrandur.

Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðismanna sagði við Ríkisútvarpið að flokkurinn vildi ekki sjá enduropnun kísilverksmiðjunnar. Hún sagði reynsluna frá fyrri aðila ekki góða og ekki væri hægt að styðja við tilraunastarfsemi í Helguvík.

Friðjón Einarsson í ræðustól á bæjarstjórnarfundi og Guðbrandur Einarsson við hlið hans - hafa báðir lýst yfir mikilli andstöðu við því að kísilverksmiðja fari í gang á nýjan leik í Helguvík.