M2 íbúðir til sölu
M2 íbúðir til sölu

Fréttir

COVID-19 hefur veruleg áhrif á geðheilsu
Föstudagur 30. október 2020 kl. 07:32

COVID-19 hefur veruleg áhrif á geðheilsu

„Ljóst er að Covid-19 hefur veruleg áhrif á geðheilsu allra íbúa. Mikilvægt er að nýta öll tækifæri sem gefast til samveru fjölskyldunnar þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi,“ segir í fundargerð lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar sem fundaði í síðustu viku um lýðheilsu og geðheilsu ungmenna í Reykjanesbæ á tímum Covid-19.

Skorður eru settar á félagsstarf í ljósi aðstæðna og því mikilvægt að hvetja til útiveru eftir fremsta megni. Frítt er í sund fyrir börn átján ára og yngri og á fundinum var lýðheilsufulltrúa falið að móta markaðsefni sem miðað er að þeim markhópi sérstaklega og eiga samstarf við Súluna um leiðir til miðlunar.

Þá óskar lýðheilsuráð eftir því að gerð verði könnun á þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi í grunnskólum með það að markmiði að greina stöðuna á tímum Covid-19.