Nettó
Nettó

Fréttir

Carbon Recycling International er Vaxtarsproti ársins
Frá afhendingu viðurkenninganna.
Fimmtudagur 23. maí 2019 kl. 18:00

Carbon Recycling International er Vaxtarsproti ársins

Fyrirtækið Carbon Recycling International sem rekur verksmiðju í Svartsengi í Grindavík hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. 

Carbon Recycling International var stofnað árið 2006 en það rekur verksmiðju í Svartsengi sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, sem er nýtt innanlands og á Evrópumarkaði. Fyrirtækið þróar jafnframt og selur heildstæða tæknilausn til að framleiða vistvænt eldsneyti og efnavöru fyrir almennan markað. Tæknin er afrakstur mikilla rannsókna og þróunar og er vernduð með einkaleyfi. Segja má að fyrirtækið hafi rutt brautina á þessu sviði en verksmiðjan í Svartsengi var sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 193% á milli áranna 2017 og 2018, en þær fóru úr rúmum 76 milljónum króna í 225 milljónir. 

Efri myndin:
Frá afhendingu viðurkenninganna, talið frá vinstri, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Bjarki Heiðar Ingason, meðeigandi Taktikal, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, Sindri Sindrason, forstjóri CRI, Árni Sigurjónsson, varaformaður SI, Ingólfur Örn Guðmundsson, stjórnandi hjá Kerecis, Íris Ólafsdóttir, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra.


Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs