Fréttir

Bylgja Baldursdóttir ráðin skólastjóri við Sandgerðisskóla
Bylgja Baldursdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri við Sandgerðisskóla.
Föstudagur 6. maí 2022 kl. 08:03

Bylgja Baldursdóttir ráðin skólastjóri við Sandgerðisskóla

Bylgja Baldursdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri við Sandgerðisskóla. Starf skólastjóra var auglýst laust í apríl og sóttu sjö um starfið. Hagvangur sá um ráðningaferlið og mat Bylgju hæfasta umsækjandann.

Bylgja hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra frá árinu 2018, stöðu skólastjóra í afleysingu skólaárið 2021-2022 og starfað í skólaumhverfinu frá 2004. Bylgja er með B.Ed. gráðu frá Háskólanum á Akureyri og diplómanám í menntastjórnun og matsfræðum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Umsækjendur um stöðu skólastjóra Sandgerðisskóla: Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri.

Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri.
Gerður Ólína Steinþórsdóttir, kennari.
Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir, kennari.
Vera Steinsen, tónlistarkennari.
Þórdís Sævarsdóttir, fyrrv. skólastjóri.