Fréttir

Byggja 22 íbúðir við Fjöruklöpp í Garði
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 06:00

Byggja 22 íbúðir við Fjöruklöpp í Garði

Líba ehf hefur sótt um sex parhúsalóðir við Fjöruklöpp í Garði undir byggingu 12 íbúða. Samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Garðs að leggja til við bæjarráð Garðs að umsækjanda verði úthlutað lóðunum 2-4 og 6-8.

Trésmiðja Guðjóns Guðmundssonar ehf hefur sótt um fjórar parhúsalóðir undir byggingu 8 íbúða við Fjöruklöpp. Samþykkt að leggja til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðunum 10-12 og 14-16.
Þá hefur Brynjar Örn Svavarsson fengið Fjöruklöpp 18-20 undir byggingu parhúss.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá hefur Völundarhús ehf sótt og fengið samþykktar um tvær parhúsalóðir undir byggingu fjögurra íbúða við Asparteig og Bjarki Ásgeirsson ehf hefur fengið samþykki fyrir raðhúsalóð Asparteig undir byggingu fjögurra íbúða í raðhúsi.