Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Byggðir verði tveir ungbarnaleikskólar í Suðurnesjabæ
Þriðjudagur 19. mars 2019 kl. 05:00

Byggðir verði tveir ungbarnaleikskólar í Suðurnesjabæ

Fræðsluráð Suðurnesjabæjar leggur til að skoðaður verði sá kostur að byggðir verði ungbarnaleikskólar í báðum byggðarkjörnum sveitarfélagsins enda sýna tölur að þörfin er fyrir hendi. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins frá síðasta fundi þess. Þar var tekið fyrir minnisblað Róberts Ragnarssonar um ungbarnaleikskóla og minnisblað Magnúsar Stefánssonar af fundi um leikskólann Sólborg.

Þá leggur fræðsluráð áherslu á að inntökureglur á leikskólum sveitarfélagsins verði samræmdar. Fræðsluráð bendir á að litið verði gagnrýnum augum á viðmiðunarreglur um rými á hvert barn með þarfir nútímaskólastarfs á leikskólum í huga, einnig út frá lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum barna og starfsfólks.

Public deli
Public deli