Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Brynja byggir við Stapavelli
Föstudagur 21. september 2018 kl. 09:10

Brynja byggir við Stapavelli

Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sótt um stofnframlag til Reykjanesbæjar vegna byggingar íbúða að Stapavöllum. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær.
 
Bæjarráð samþykkti þar stofnframlag sem er 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 25.200.000,-. 
 
Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna, segir í fundargerð bæjarráðs.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs