Fréttir

Bryndís hlaut fálkaorðuna
Bryndís Guðmundsdóttir á milli forsetahjónanna.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 2. janúar 2021 kl. 13:08

Bryndís hlaut fálkaorðuna

Bryn­dís Guðmunds­dótt­ir tal­meina­fræðing­ur, Reykja­nes­bæ, hlaut ridd­ara­kross hinnar íslensku fálkaorðu fyr­ir störf og fræðslu á sviðum tal­meina­fræði og tákn­máls. 

Í yfir 30 ár hefur hún unnið forystustarf í þágu barna og fullorðinna á Íslandi sem hafa glímt við erfiðleika sem tengjast tjáskiptum, hvort sem eru heyrnarlausir eða heyrandi. Hún hefur unnið frumkvöðlastarf á Íslandi í þróun og útgáfu náms- þjálfunarefnis í fjölbreyttri útgáfu. Bryndís hefur m.a. gefið út smáforrit sem undirbúa rétta hljóðmyndun íslenskunnar, bætt orðaforða og hljóðkerfisvitund sem stuðla að læsi. Bæði er um að ræða forrit sem þjálfa framburð og mæla framburð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sjónvarp VF ræddi við Bryndísi í nóvember 2017 þar sem hún segir mikilvægt að vernda málið okkar. Þar segir hún m.a. þegar hún er spurð út í mikilvægi íslenskunnar á tímum snjalltækja og Youtube:

„Jú, það er mikilvægt að við verndum málið okkar. Tungumálið er ekki bara orð, orðin þau tjá eitthvað, tjá tilfinningar og merkja menningu og það sem er mikilvægt og það sem ég upplifi meira og meira í starfinu er að ef við skimum reglubundið börn sem eru í áhættu eða jafnvel börn á ákveðnum aldursstigum þá erum við að grípa inn í miklu fyrr. Þá erum við að koma fram með snemmtæka íhlutun og róum þar með áhyggjufulla foreldra sem vilja vita hvort að barnið þeirra sé að mynda þau hljóð sem það á að geta myndað samkvæmt aldri. Ef við getum svarað því þá erum við líka að koma í veg fyrr það að stærri hópur sem á erfitt með framburð eða er með málhljóðaröskun fari ekki í langtímanám. Það er stærri hópur sem fer ekki í langskólanám, þeir sem halda ekki áfram í námi samkvæmt rannsóknum eru þeir sem eiga erfitt með framburð, lestur, skrift og stafsetningu. Þessi hópur er oft í starfi sem ófaglært starfsfólk og það er einnig líklegra að börnin þeirra verði líka með málhljóðaröskun þannig að það eru ýmsir þættir sem styðja það að við grípum snemma inn í og gefum öllum þessi jöfnu tækifæri.

Við segjum svo oft á Íslandi að við séum ekki í söm u stöðu og aðrar erlendar þjóðir en það er mjög stór hluti af Íslendingum í dag sem er af erlendu bergi brotinn og mjög stór hópur af erlendum börnum sem er að koma til okkar talmeinafræðinganna en við sinnum þeim eins vel og við getum og eigum að gera það. Við eigum að hlúa að því að þau geti lært sitt tungumál og notað það til að styrkja íslenskuna, íslenskan framburð og orðaforða en þetta þarf allt að vinna saman í þá átt að við fáum öll jöfn tækiæri til náms og er hluti af því ferli.“

Viðtalið í heild