Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Brimketill á nýju frímerki
Fimmtudagur 7. febrúar 2019 kl. 11:42

Brimketill á nýju frímerki

Brimketill á Reykjanesi prýðir nýtt frímerki sem Frímerkjasala Póstsins hefur gefið út. Frímerkið er í flokknum „Íslensk samtímahönnun IX – Landslagsarkitektúr“ og er „Sjálflímandi - 50g til Evrópu“
 
Um frímerkið segir:
Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi skammt frá Grindavík og varð til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana en hraunið er þarna gróft og sprungið. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Teiknistofan Landmótun vann að gerð stíga og útsýnispalla fyrir Reykjanes jarðvanginn. Aðalhönnuður verksins var Lilja Kristín Ólafsdóttir. Höfundur deiliskipulags var Óskar Örn Gunnarsson. 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs