Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Breikka og endurbæta Grindavíkurveg
Starfsmenn og tæki verktaka verða að vinna mjög nálægt akbrautum en takmarka þarf breidd þeirra á framkvæmdatíma. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 13:48

Breikka og endurbæta Grindavíkurveg


Nú eru að hefjast framkvæmdir við breikkun og endurbætur á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum vegköflum. Annar kaflin hefst við Seltjörn en hinn við gatnamót hjá Bláalónsvegi. Hvor vegkafli er tæplega 2 km. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2019.

Framkvæmdasvæði verktaka á nyrðri vegkafla hefst við gatnamót hjá Seltjörn og verkmörk á syðri vegkafla framkvæmda eru við gatnamót hjá Bláalónsvegi. Hvor vegkafli er tæplega tveir km að lengd.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Framkvæmdum er skipt upp í nokkra áfanga og unnið verður við hlið annarrar akreinar vegar í einu á afmörkuðu svæði. Þrengt verður að umferð ökutækja í gegnum vinnusvæði vegar og hámarkshraði lækkaður á meðan á framkvæmdum stendur.

Viðeigandi vinnusvæðamerkingar eru uppsettar meðan á framkvæmd stendur, samkvæmt samþykktri merkingaráætlun.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar, - hraðatakmarkanir og sýna aðgát við akstur í gegnum vinnusvæði. Starfsmenn og tæki verktaka verða að vinna mjög nálægt akbrautum en takmarka þarf breidd þeirra á framkvæmdatíma.