Fréttir

Brak úr kofa og þakplötur fjúka á Suðurnesjum
Miðvikudagur 5. janúar 2022 kl. 23:51

Brak úr kofa og þakplötur fjúka á Suðurnesjum

Nú gengur yfir suðvesturland og vesturland óveður, gerir veðurspá ráð fyrir versta veðrinu í kringum miðnætti og fram eftir nóttu. Klukkan 22:17 barst björgunarsveitum fyrsta útkallið í dag og er það vegna óveðursins. Tilkynnt var um kofa sem var að fjúka við eyðibýli á Vatnsleysuströnd og brak sem fauk víða.

Nú hafa björgunarsveitir verið kallaðar út á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Vestamannaeyjum vegna foktjóns. Helstu verkefni sveitanna er fok á ruslatunnum, grindverki, þakklæðningum og þakplötum ásamt öðrum lausamunum. Tilkynningar hafa borist um þakplötur að fjúka á Álftanesi, Suðurnesjum og í Vestamannaeyjum.

Það er ekkert ferðaveður á suðvesturlandinu og hvetjum við fólk að vera ekki á ferðinni að óþörfu og hringja í 112 í neyðartilfellum.