Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Braggi við Kálfatjörn splundraðist í veðurhamnum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 17:17

Braggi við Kálfatjörn splundraðist í veðurhamnum

Bragginn við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd splundraðist í veðrinu í nótt og er fokinn út í veður og vind.

„Í óveðrinu í nótt hefur þakið fokið af grunninum í heilu lagi 60-70 metra og eitthvað af því út í sjó,“ segir á fésbókarsíðu Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, þaðan sem myndirnar eru.

„Ef einhver á húsnæði fyrir gamlan bát þá væri snilld að heyra af því. Kári sagði okkur upp braggaleigunni,“ segir svo á síðu Minja- og sögufélags Vatnsleyustrandar sem m.a. geymdi gamlan bát í bragganum.