Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Börðust við skógarelda við Rósaselstjarnir
Myndir frá vettvangi í kvöld þegar slökkvilið var að ganga frá eftir slökkvistarfið. VF-myndir: Hilmar Bragi
Laugardagur 20. júní 2020 kl. 00:16

Börðust við skógarelda við Rósaselstjarnir

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja þurftu tvívegis að berjast við skógarelda við Rósaselstjarnir í Suðurnesjabæ í dag og í kvöld.

Eldur kom upp í skógræktinni við tjarnirnar í dag og svo tók hann sig aftur upp í kvöld. Nokkuð stórt svæði er brunnið. Eldurinn var aðallega í mosa og sinu inn á milli trjágróðurs.

Eldur brann í sömu skógrækt árið 2006 og komst sá skógareldur í alþjóðlegar fréttir.