Fréttir

Boeing 777 með veikan farþega til Keflavíkurflugvallar
Viðbragðsaðilar við flugvélina í morgun. Ljósmynd: Lögreglan á Suðurnesjum.
Mánudagur 17. maí 2021 kl. 11:31

Boeing 777 með veikan farþega til Keflavíkurflugvallar

Flugvél af gerðinni Boeing 777 lenti á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega nú í morgunsárið en flugvélin var á leið yfir Atlantshafið þegar farþeginn veiktist um borð. Hann þurfti á læknisaðstoð að halda og var hann fluttur til frekari aðhlynningar.

„Mikinn viðbúnað þarf í og við svona lendingar. Það er gott að vinna með fagmönnum bæði í heilbrigðiskerfinu og svo öllum þeim fjölmörgu aðilum sem koma að lendingu vélarinnar,“ segir í færslu á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.