Fréttir

Blaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnir
Mánudagur 30. mars 2020 kl. 11:16

Blaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnir

„Það er mjög mikilvægt að íbúa hendi ekki sprittklútum og eldhúsrúllum í salernin því þetta eyðist ekki í kerfinu heldur festist í dælum og öðrum búnaði,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, í færslu á fésbókinni.

Þar segir hann að Reykjanesbær sé töluvert að lenda í þessu í hreinsistöðin í Njarðvík en hún tekur við allri fráveitu frá Njarðvík og Ásbrú.

„Bið ykkur því vinsamlegast að setja allt slíkt í ruslið,“ segir Guðlaugur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024