Fréttir

Blái herinn tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Þriðjudagur 2. september 2003 kl. 18:40

Blái herinn tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Blái herinn tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Umhverfissamtökin Blái herinn er tilnefndur til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2003, en tíu aðilar eru tilnefnd til verðlaunanna og þar af tvö frá Íslandi. Dómnefnd Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs völdu þessa tíu aðila í seinni umferð, en tilkynnt verður um verðlaunahafann á fundi í Stokkhólmi þann 26. september nk. Verðlaunaafhending fer fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Osló 27.-29. október 2003.

Tómas Knútsson forsvarsmaður Bláa hersins sagði í samtali við Víkurfréttir að þessi tilnefning væri mikil viðurkenning og hvatning til frekari dáða. "Við höfum verið að þrífa í Reykjanesbæ og þetta er einnig mikil hvatning og viðurkenning fyrir sveitarfélagið. Barátta okkar fyrir umhverfismálum sem við höfum verið að leggja áherslu á hefur greinilega náð augum, ekki bara almennings heldur einnig stofnana sem vinna að þessum málum."

VF-ljósmynd: Frá hreinsunarátaki Bláa hersins og Hverfisvina sem hófst í síðustu viku við Ægisgötuna.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024