Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Blái herinn fær nýja Toyotu
Tómas var ánægður með nýja Toyotu sem hann fékk í Bláa herinn.
Sunnudagur 17. janúar 2021 kl. 06:31

Blái herinn fær nýja Toyotu

Toyota á Íslandi hefur í mörg ár verið aðal styrktaraðili hins umhverfisvæna Bláa hersins. Tómas Knútsson, höfuðpaur og foringi Bláa hersins, hefur fengið árlega nýjan bíl frá fyrirtækinu til afnota. Tómas fékk nýjan og glæsilegan Hilux frá Toyota fyrir nokkrum dögum og hann er með skemmtilegt bílnúmer. Tómas sagði við það tækifæri á Facebook-síðu sinni: „Velkominn til starfa EVA 87, núna verður hvergi slegið af frekar en fyrri daginn. Mikið er ég stoltur merkisberi hjá Toyota á Íslandi.“