Vogar Fjölskyldudagar
Vogar Fjölskyldudagar

Fréttir

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia
Björn Óli starfaði í yfir áratug hjá Isavia.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 00:28

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hef­ur sagt starfi sínu lausu og lætur nú þegar af störfum. Björn hefur starfað hjá Isavia í yfir tíu ár og segir hann það hafa verið viðburðarríkt og skemmtilegt.

„Ég hef fengið að taka þátt í uppbyggingu á Isavia sem hefur verið einstakt. Einnig hef ég fengið tækifæri til að vinna með frábæru starfsfólki í umhverfi þar sem áskoranir eru og hafa verið miklar. Ég er þakklátur fyrir það hversu vel hefur tekist til og nú er að hefjast enn einn kaflinn í sögu Isavia. Í því ljósi tel ég að nú sé góður tími fyrir nýtt fólk til að taka við keflinu.”

Orri Hauksson, stjórn­ar­formaður Isavia, þakk­ar Birni Óla fyr­ir starf sitt fyrir félagið um langt skeið en stjórnin virðir ákvörðun hans um að nú sé góður tíma­punkt­ur til að láta af störf­um. Hafist verður handa við að ráða nýjan forstjóra en fram að því munu Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, annast daglegan rekstur félagsins.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs