Fréttir

Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs
Mynd úr safni.
Þriðjudagur 25. janúar 2022 kl. 13:00

Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs

Fljótlega eftir að appelsínugular veðurviðvaranir tóku gildi klukkan 10 í morgun þá bárust fyrstu útköll björgunarsveita vegna veðursins. Þetta er ekki fyrsta lægðin sem sveitirnar hafa þurft að glíma við á þessu ári og eru þær því klárar að bregðast við þegar á reynir.

Nú klukkan 12:00 hafa björgunarsveitir verið kallaðar út, meðal annars í Grindavík. Í öllum tilfellum voru útköllin vegna vegna foks á þakplötum eða klæðningum.

Það er því óhætt að segja að veðurspáin sé að rætast að miklu leiti. Gera má ráð fyrir að víða verði varasamt ferðaveður og að tryggja þurfi lausamuni til koma í veg fyrir foktjón.