Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Bátafloti Gríms Karlssonar kominn á vefinn
Mánudagur 16. nóvember 2020 kl. 09:14

Bátafloti Gríms Karlssonar kominn á vefinn

Í eigu Byggðasafnsins eru nærri 140 bátalíkön sem flest voru smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra. Þessa vikurnar stendur yfir vinna við uppsetningu á nýrri sýningu á bátalíkönunum og var tækifærið notað til að mynda hvert og eitt módel og byggja upp vef um bátaflota Gríms Karlssonar. Vefurinn hefur nú verið opnaður á vefsvæði Byggðasafnsins og gefst áhugasömum kostur á að skoða þau bátalíkön sem Grímur smíðaði og eru í eigu Byggðasafnsins. Hverju líkani fylgir saga bátsins með vönduðum myndum af hverju módeli.

Grímur smíðaði þó talsvert fleiri módel en hér gefur að líta, bátalíkön sem eru í eigu annarra safna, fyrirtækja og einstaklinga. Byggðasafnið óskar því eftir upplýsingum og myndum af bátalíkönum sem eru í eigu annarra með það að markmiði að í framtíðinni verði hægt að sjá hér heildaryfirlit yfir allan bátaflota Gríms Karlssonar.

Public deli
Public deli