Fréttir

Base Hotel lokað
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 16:30

Base Hotel lokað

Base Hotel á Ásbrú hefur hætt starfsemi. Það var í eigu Skúla Mogensen stofnanda WOW en hann opnaði það sumarið 2016. Lokunin kemur fram á heimasíðu félagsins og er þeim sem það sjá bent á nærliggjandi hótel og ferðaskrifstofur og kortafyrirtæki til að fá endurgreiðslu.

Viðskiptablaðið segir að Skúli hafi auglýst Base Hotel og aðrar fasteignir á Ásbrú til sölu fyrir 3 milljarða árið 2017 en af þeirri sölu varð ekki. Átti að nýta það fjármagn til að fjármagna nýjar höfuðstöðvar Wow flugfélagsins á höfuðborgarsvæðinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í frétt Viðskiptablaðins kemur einnig fram að samkvæmt ársreikningi TF HOT, hlutafélagsins sem var skráð fyrir hótelinu, hafi 15 milljóna króna hagnaður verið af rekstrinum á árinu 2018. Tekjurnar voru 428 millj. Kr. Og tekjur af gistingu voru 332 milljónir króna.

Víkurfréttir sögðu frá opnun hótelsins en í því eru 121 herbergi, allt frá kojum upp í svítur og stór fjölskylduherbergi. Á Base er lagt upp með að bjóða mjög fjölbreytt úrval af gistingu. Skúli Mogensen sagði í opnunarræðu að bygging Base væri eins og margt annað hjá Wow, gert á methraða. Á hótelinu mátti líka sjá hluta af málverkasafni Skúla auk annarra muna. Sjá frétt VF frá opnuninni hér.