Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áherslur um lægra eldsneytisverð
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl. 11:27

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áherslur um lægra eldsneytisverð

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir þær áherslur sem settar hafa verið fram í undirskriftasöfnun sem hópur áhugafólks um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum stendur fyrir. Bæjarráð telur að bæði sé það eðlilegt og réttlátt að íbúar á Suðurnesjum sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að kaupum á eldsneyti.

Atvinnuástand á Suðurnesjum er nú með allra versta móti í kjölfar áhrifa Covid faraldursins, sem nú hefur varað í rúmlega eitt ár.

Bæjarráð Reykjanesbæjar skorar því olíufélögin á svæðinu að þau sýni samfélagslega ábyrgð og lækki eldsneytisverð á Suðurnesjum til samræmis við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu, segir í bókun bæjarráðs í morgun.

Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Margrét Þórarinsdóttir (M) samþykkja bókunina.

Baldur Þ. Guðmundsson (D) og Margrét A. Sanders (D) sitja hjá.