Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Fréttir

Átján mánaða fái inni á leikskólum í Suðurnesjabæ
Leikskólinn Gefnarborg í Garði.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 23:34

Átján mánaða fái inni á leikskólum í Suðurnesjabæ

Inntökualdur barna í leikskólana Gefnarborg í Garði og og Sólborg í Sandgerði verður samræmdur í 18 mánaða frá og með ágúst 2019 og mótaðar verða nýjar og samræmdar innritunarreglur fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ þar sem m.a. verði ákvæði um aðgengi að leikskólum milli hverfa. Innritunarreglur leikskóla voru samþykktar samhljóða á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á dögunum.

Þá verður lögð áhersla á að leita leiða til að efla dagforeldraþjónustu í Suðurnesjabæ og horft til þess að húsnæðið Skerjaborg að Stafnesvegi 15 verði nýtt fyrir slíka starfsemi.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna