Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ásókn í inflúensubólusetningu á HSS
Ljósmynd: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Fimmtudagur 22. október 2020 kl. 17:00

Ásókn í inflúensubólusetningu á HSS

Mikil ásókn er nú í inflúensubólusetningar sem eru hafnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS, fyrir áhættuhópa. Verið er að bólusetja um 150 manns á dag og vegna Covid-faraldursins er ekki hægt að taka má móti fleirum í einu.

Af þeim sökum er mögulegt að einhver bið sé í tíma fyrir bólusetningu hjá hjúkrunarmóttökunni, segir í tilkynningu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Því er rétt að undirstrika að ekki er gert ráð fyrir inflúensan láti á sér kræla fyrr en eftir áramót, þannig að allt að vikubið eftir bólusetningu þarf ekki að koma að sök.

Forgangshópar geta bókað tíma í síma 422-0500 á milli kl 13 og 15 virka daga, en einnig er hægt að bóka rafrænt á heilsuvera.is