Fréttir

Árni Þór Þorgrímsson jarðsunginn
Frá útför Árna Þ. Þorgrímssonar frá Keflavíkurkirkju. Oddfellowbræður og -systur stóðu heiðursvörð en Sr. Erla Guðmundsóttir jarðsöng. Félagar úr Karlakór Keflavíkur sungu sem og Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson.
Þriðjudagur 3. desember 2019 kl. 10:08

Árni Þór Þorgrímsson jarðsunginn

Fjölmenni var við útför Árna Þórs Þorgrímssonar, fyrrverandi flugumferðastjóra, frá Keflavíkurkirkju í gær. 

Árni lést 18. nóvember síðastliðinn 88 ára gamall. Hann var ötull félagsmálamaður í Keflavík og hóf ungur afskipti af íþróttum auk þess að leika knattspyrnu með Ungmennafélagi Keflavíkur. Hann sat síðar í stjórnum UMFK og Íþróttabandalags Keflavíkur og sat í stjórn Knattspyrnusambands Íslands í áratug, m.a. sem varaformaður og formaður landsliðsnefndar. Árni var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1981 og gullmerki KSÍ 1984. Þá var hann í stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra í tólf ár, þar af sem formaður í átta ár og starfaði í alþjóðasamtökum flugumferðarstjóra. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Árni starfaði í rúm fjörutíu ár í Oddfellowhreyfingunni og var heiðursfélagi í Oddfellowstúkunni Nirði í Keflavík. Þá var hann líka félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur. Árni kom einnig að bæjarpólitíkinni en hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum sem bæjarbæjarfulltrúi eitt kjörtímabil. 

Árni ólst upp í Keflavík, gekk þar í barnaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952. Hann nam síðan flugumferðarstjórn og starfaði sem flugumferðarstjóri til ársins 1994 þegar hann fór á eftirlaun.