Fréttir

Árekstur á Garðvegi
Óhapp varð á Garðvegi.
Laugardagur 18. janúar 2020 kl. 07:00

Árekstur á Garðvegi

Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fyrradag eftir árekstur á Garðvegi. Fundu þeir báðir til talsverðra eymsla eftir óhappið. Dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðirnar af vettvangi.

Þá missti ökumaður bifreið sína út af Reykjanesbraut, við Kúagerði, þegar hann ók í snjókrapa á veginum. Endaði bifreiðin um 20 metra frá veginum og var hún óökufær eftir útafaksturinn. Ökumaðurinn fann til eymsla og leitaði sjálfur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í morgun var svo bifreið ekið aftan á aðra á Hringbraut í Keflavík. Sá sem ók aftan á var ekki orðinn 18 ára og hafði lögreglan á Suðurnesjum því samband við forráðamann hans.