Aðalskoðun 30 - 5 okt
Aðalskoðun 30 - 5 okt

Fréttir

Andlitsgrímur skylda í strætó
Föstudagur 31. júlí 2020 kl. 09:01

Andlitsgrímur skylda í strætó

Frá og með hádegi föstudeginum 31. júlí verður innleidd andlitsgrímuskylda fyrir alla farþega Strætó í Reykjanesbæ. Grímuskyldan er hluti af hertum aðgerðum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Viðskiptavinir sem bera ekki andlitsgrímur verður ekki heimilt að nota almenningssamgöngur sbr. gildandi takmörkunum stjórnvalda. Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímuskyldunni.

Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir því að útvega sér eigin andlitsgrímum og bera þær ef þeir ef nota almenningssamgöngur, segir í tilkynningu frá Bus4u.