Fréttir

Allt að 300 einstaklingar sækja um matarúthlutun í Reykjanesbæ
Röð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ fyrir jólin 2014.
Mánudagur 1. júlí 2019 kl. 02:14

Allt að 300 einstaklingar sækja um matarúthlutun í Reykjanesbæ

Um 270-300 einstaklingar sækja um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ í hverjum mánuði. Velferðarráð Reykjanesbæjar heimsótti aðsetur Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ í síðustu viku.

Anna Valdís Jónsdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar og umsjónarmaður í Reykjanesbæ, tók á móti fulltrúum velferðarráðs og sagði frá starfseminni. Fjölskylduhjálp Íslands hefur óskað eftir stuðningi Reykjanesbæjar við neyðarsjóð en fram hefur komið að Fjölskylduhjálp þarf að hætta úthlutunum yfir sumarmánuðina vegna fjárskorts.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024