Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Alelda flutningabíll á Grindavíkurvegi
Ljósmynd: Jóhann Snorri
Fimmtudagur 20. ágúst 2020 kl. 12:33

Alelda flutningabíll á Grindavíkurvegi

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í flutningabíl á Grindavíkurvegi á miðvikudagsmorgun. Flutningabíllinn gjöreyðilagðist í eldinum. Slökkvilið Grindavíkur og lögregla fóru á vettvang. Þegar slökkvilið kom á staðinn var bíllinn alelda og lagði þykkan reykjarmökk frá honum.

Grindavíkurvegur var lokaður í talsverðan tíma á meðan flak bílsins var fjarlægt af veginum en þar sem bíllinn brann er vatnsverndarsvæði og þurfti að hafa mikla aðgát til að tryggja að mengun kæmist ekki í jarðveg.

Public deli
Public deli

Hjáleiðir til að komast til Grindavíkur voru í gegnum Hafnir og Reykjanes og Krísuvíkurveg.