Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Ágæt jólaverslun í Reykjanesbæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 15:38

Ágæt jólaverslun í Reykjanesbæ

Jólaverslun virðist hafa verið heilt yfir ágæt í Reykjanesbæ fyrir þessi jól. Verslunin hjá smærri aðilum hefur verið að breytast aðeins á undanförnum árum og þá í þá átt að hún dreifist yfir lengri tíma.

Gunnar Egill Sigurðsson hjá Samkaupum segir að jólaverslunin hafi verið góð í verslunum þeirra á Suðurnesjum. Aðspurður um einhverjar breytingar í kauphegðan segir Gunnar að bækur hafi selst meira en áður og einnig bökunarvörur. Í jólamatnum sé veruleg aukning í sölu á humri og kalkún.

Public deli
Public deli

Róbert Svavarsson, eigandi Bústoðar segir árið hafa verið afar gott og desember hafi líka verið mjög góður. Dalrós Jóhannsdóttir í Skóbúðinni segist þokkalega sátt en hún nefnir breytingu á kauphegðan og að jólaverslunin sé farin að dreifast yfir lengri tíma og undir það tóku fleiri kaupmen