Reykjanesbær Vatnsnesvegur
Reykjanesbær Vatnsnesvegur

Fréttir

Áfram haldið á sömu braut hjá Reykjanesbæ
Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 7. nóvember 2018 kl. 17:17

Áfram haldið á sömu braut hjá Reykjanesbæ

-Skattprósenta fasteignaskatts lækkar úr 0,46% í 0,36%

Fjárhjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2019 og þriggja ára áætlun bera þess merki að áfram er unnið skv. aðlögunaráætlun, með það að markmiði að uppfylla þeir fjárhagslegu skyldur sem sveitarfélaginu ber að uppfylla. 

Gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu sveitarfélagsins á næsta ári upp á rúman 1,1 milljarð hjá samstæðu og 134 milljónum hjá bæjarsjóði. Þetta gerir það að verkum að skuldaviðmið fer úr 181% í 175% og mun halda áfram að lækka.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagsliði eða EBITDA verður 23% sem skilar jákvæðri rekstarniðurstöðu þrátt fyrir að vaxtagjöld séu 2.5 milljarðar .

„Það er ljóst að mikil fólksfjölgun eykur á þörf sveitarfélagsins til fjárfestinga og því mikilvægt að fjárhagslegum markmiðum verið náð eins og fljótt og kostur er, en í síðasta lagi í árslok 2022. Má þar nefna mikla fjárfestingu vegna Stapaskóla og annara skólamannvirkja. Einnig er ráðgert að hefja vinnu við að koma fráveitumálum í viðunandi horf.

Í þessari fjárhagsáætlun er lagt til að lækka skattprósentu fasteignaskatts úr 0,46% í 0,36% til þess að mæta mikilli hækkun sem varð á fasteignamati. 
Með þessu er reynt að koma í veg fyrir auknar álögur á íbúa vegna þessara miklu breytinga en uppfylla samt skilyrði aðlögunaráætlunar um 1.750 milljón króna tekjur af fasteignaskatti.
Þetta er þó háð samþykki Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og mun bæjarstjórn fylgja því eftir með nefndinni n.k. þriðjudag,“ segir í bókun frá meirihluta Reykjanesbæjar á bæjarstjórnarfundi í vikunni.