Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Aðstoðuðu í stórbruna í Hafnarfirði
Á myndinni hér að ofan, sem Sigurbjörn Arnar Jónsson tók, má sjá þykkan svartan reyk stíga til himins.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 31. júlí 2019 kl. 14:51

Aðstoðuðu í stórbruna í Hafnarfirði

Brunavarnir Suðurnesja sendu dælubíl til aðstoðar við Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í stórbruna í Hafnarfirði í nótt. Þá fóru fjórir slökkviliðsmenn og tóku þátt í verkefninu, sem var umfangsmikið. Eldurinn kom upp í húsi þar sem Fiskmarkaður Suðurnesja er m.a. með starfsemi. Eldurinn logaði þó ekki í þeim hluta hússins.

Bruninn í nótt var mikill og um tíma sást reykjarbólstur frá brunanum víða að. Á myndinni hér að ofan, sem Sigurbjörn Arnar Jónsson tók, má sjá þykkan svartan reyk stíga til himins við Hafnarfjarðarhöfn í morgun.

Public deli
Public deli

Neðri myndin er af slökkviliðsfólkinu sem fór frá Brunavörnum Suðurnesja í Hafnarfjörð og er af Instagram-síðu Brunavarna Suðurnesja.