Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

958 ungmenni í sumarvinnu hjá Reykjanesbæ í júlí
Starfsmenn vinnuskólans sem voru að störfum á Vatnsnesi fengu matarboð á KEF Restaurant í sumar.
Þriðjudagur 8. september 2020 kl. 09:35

958 ungmenni í sumarvinnu hjá Reykjanesbæ í júlí

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í byrjun sumars að auka við framboð sumarstarfa í Reykjanesbæ. Annars vegar var um að ræða þátttöku í úrræði stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn en auk þess var öllum ungmennum fæddum árið 2003 og yngri boðin vinna við Vinnuskóla Reykjanesbæjar.

Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, fór yfir skýrslu vegna sumarátaksverkefnis á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Í fundargerð segir að það sé skemmst frá því að segja að öllum þeim ungmennum sem uppfylltu skilyrði þessara tveggja úrræða og sóttu um starf hjá Reykjanesbæ í sumar bauðst að starfa hjá bænum.

Samanlagður fjöldi ungmenna í störfum á vegum Reykjanesbæjar var 958 í júlí, þar af voru 235 námsmenn í sumarstörfum og 723 í vinnuskóla eða sérstökum garðyrkjuhópi á vegum umhverfismiðstöðvar. Þetta er mikil aukning frá árinu 2019 en þá voru 446 ungmenni að störfum hjá Reykjanesbæ.