Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Fréttir

600 jólatré bíða nýrra eigenda hjá Kiwanis á Fitjum
Fulltrúar Kiwanis, kirkjunnar og Fjöskylduhjálpar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 13. desember 2019 kl. 07:04

600 jólatré bíða nýrra eigenda hjá Kiwanis á Fitjum

Árleg sala á jólatrjám er hafin hjá Kiwanisklúbbnum Keili. Sölustaðurinn er í timburdeild Húsasmiðjunnar á Fitjum í Reykjanesbæ. Norðmannsþinur, rauðgreni eða íslensk fura eru í boði eins og undanfarin ár. Þá er einnig til sölu skreytt greni.

Kiwanismenn hafa í gegnum áratugina séð Suðurnesjamönnum fyrir lifandi jólatrjám sem þeir annars vegar flytja inn frá Danmörku og einnig selja þeir íslenska furu. Furan er úr Þjórsárdal. Alls eru þetta um 600 tré sem Kiwanismenn í Keili selja Suðurnesjamenn á ári hverju.

Fulltrúar frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ hafa síðustu ár verið viðstaddir opnun trjásölunnar því við það tækifæri hafa þeir tekið á móti styrk upp á 100.000 krónur hvor frá Kiwanisklúbbnum Keili. Þarna endurspeglast einmitt tilgangurinn í því að selja Suðurnesjamönnum jólatré. Afraksturinn fer til góðra málefna á Suðurnesjum. Þannig hafa bæði Fjölskylduhjálp og Velferðarsjóður Suðurnesja notið góðs af þessu verkefni Kiwanis síðustu ár. Bæði hafa fjárframlög og gjafabréf á jólatré runnið til þessara aðila. Þá eru Kiwanismenn einnig duglegir að veita fé í ýmiskonar líknarmál og samfélagsverkefni á Suðurnesjum.

Sölustaðurinn í portinu hjá Húsasmiðjunni á Fitjum er opinn virka daga kl. 17-20, laugardaga kl. 11-20 og sunnudaga kl. 14-20. Allur ágóði rennur til líknarmála á Suðurnesjum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs