Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

46 barnaverndartilkynningar í nóvember
Mánudagur 4. janúar 2021 kl. 07:55

46 barnaverndartilkynningar í nóvember

Í nóvember 2020 bárust 46 barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar vegna 36 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru átján mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar 50 vegna 45 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 23. Langflestar tilkynningar bárust frá lögreglu.

Í lok nóvember 2020 var heildarfjöldi barnaverndarmála 397 en 361 mál á sama tíma í fyrra.