Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

1910 kg flottrollsbelgur meðal þess sem kom úr fjörunni
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 17:33

1910 kg flottrollsbelgur meðal þess sem kom úr fjörunni

Vinnuskólinn hreinsar fjöruna við Grindavík

Vinnuskólinn í Grindavík í samráði við Bláa Herinn og Grindavíkurhöfn fór í síðustu viku að hreinsa austanverða sjóvarnargarða við Grindavíkurhöfn. Afrakstur þess var einn flottrolsbelgur sem var 1910 kg, eitt kar netadræsur, sex kör af plastrusli ásamt fjölda af dekkjum og rörum.

„Það er ljóst að hreinsun fjara er eilífðar verkefni. Á meðan hafið er sú ruslakista sem raun ber vitni mun drasl sem þetta skola reglulega á land. Með sameinuðu átaki verður þó hægt að halda þessu í skefjum en fyrst þarf að passa hverju hent er í hafið. Þá mun vonandi plastnotkun vestrænna velferðarsamfélaga fara minnkandi enda ljóst að lífríkinu stafar veruleg ógn af því,“ segir á vef Grindavíkurbæjar

Public deli
Public deli

Meðfylgjandi mynd tók Bergsteinn Ólafsson, umsjónarmaður grænna svæða í Grindavík. Fleiri myndir frá verkefninu má sjá á vef Grindavíkurbæjar með því að smella hér.